Laufin 7-9 djúpskipt, fliparnir mjóir, hvassyddir, jaðrar með hvassyddar tennur. Grunnlauf stök, með lauflegg, efri laufin næstum legglaus. Blómskipunin þétt, blómin upprétt, trektlaga, allt að 25 mm í þvermál, bikablöð allt að 7 mm, oddur 1/6 af lengd bikarblaðsins. Krónublöð hvít, æðar fjólubláar, fræni 2 mm, dökkbleik. Ung aldin upprétt á uppréttum leggjum, frævur 4 mm, kirtilhærðar. Fræjum er slöngvað burt.blómskipunin er Þétt og blómafjöldi mikill, meðalstór blóm blöð skipt í 7-9 óreglul. flipótta blaðhluta sem beygja út á við