Geranium rivulare

Ættkvísl
Geranium
Nafn
rivulare
Íslenskt nafn
Lækjablágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Samheiti
Geranium sylvaticum ssp. rivulare.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur með fjólubláa æðar.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Uppréttur fjölæringur, allt að 45 sm hár.
Lýsing
Laufin 7-9 djúpskipt, fliparnir mjóir, hvassyddir, jaðrar með hvassyddar tennur. Grunnlauf stök, með lauflegg, efri laufin næstum legglaus. Blómskipunin þétt, blómin upprétt, trektlaga, allt að 25 mm í þvermál, bikablöð allt að 7 mm, oddur 1/6 af lengd bikarblaðsins. Krónublöð hvít, æðar fjólubláar, fræni 2 mm, dökkbleik. Ung aldin upprétt á uppréttum leggjum, frævur 4 mm, kirtilhærðar. Fræjum er slöngvað burt.blómskipunin er Þétt og blómafjöldi mikill, meðalstór blóm blöð skipt í 7-9 óreglul. flipótta blaðhluta sem beygja út á við
Uppruni
V & M Alpafjöll.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, við tjarnir og læki, í beð.
Reynsla
Harðgerð mjög blómsæl tegund.