Sígræn, fjölær jurt, þakin fíngerðu hári, allt að 60 sm.
Lýsing
Grunnlauf kringluleit að ummáli, allt að 10 sm breið, skert rétt niður fyrir miðju, í 5, 7 eða 9 flipa, sem eru breiðastir við miðjuna. fliparnir með sepa, tenntir eða ekki tenntir, endar sepa og tennur snubbóttar, grunnaxlablöð egglaga, rauð, ydd. Stöngullauf í pörum, stærð laufanna og lengd laufleggja fer minnkandi því ofar sem dregur á stönglinum. Blómskipun útbreidd á útafliggjandi stöngli, blóm 20 mm í þvermál. Bikarblöð 4-5 mm, oddur mjög lítill. Krónublöð allt að 10 mm, bleik-purpura til fjólublá, djúpsýld, mjókka að grunni, grunnurinn hvítur, æðar með dýpri lit. Frjóþræðir ljósbleikir, frjóhnappar bláir, fræni 1,5 mm, ljósgul. Ung aldin upprétt, aldinleggir baksveigðir, trjóna 13 mm, frævur 2,5 mm, með óljós rif utan um toppinn, hærður. Fræjum slöngvað burt.
Uppruni
SV & V Evrópa - Kákasus
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi, í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Harðgerð jurt, fer best með plöntum með milda liti.