Fjölær jurt, allt að 75 sm há. Jarðstönglar þéttir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 20 sm breið, skipt í 7-9 mjóa flipa, fjaðurskipta, separ beinast út á við, allt að 10 mm breiðir við grunninn, jaðrar með hvassar eða snubbóttar tennur, aðlæg hár á efra borði, æðatrengir á neðra borði hærðir, laufleggur hærður. Stöngullauf smærri, með styttri legg, djúpgræn. Blómskipunin er með flatan topp, blómskipunarleggir allt að 10 sm, blómin skállaga. Bikarblöð allt að 12 mm, mjókka í oddinn, oddurinn allt að 3,5 mm. Krónublöð allt að 22 mm, bogadregin í oddinn, hvít með gagnsæar æðar, skarast, fræflar lengri en bikarblöðin. Frjóþræðir dökkbleikir, hærðir við grunninn, frjóhnappar dökkir. Ung aldin og blómleggir baksveigðir, trjóna allt að 30 mm, frævur allt að 5 mm, fræjum slöngvað burt.