Geranium platypetalum*

Ættkvísl
Geranium
Nafn
platypetalum*
Íslenskt nafn
Skífublágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Djúpfjólublár-dekkri æðar.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Hærð, fjölær jurt, allt að 40 sm há. Jarðstönglar sverir, þéttir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 20 sm breið, útlínur kringlóttar, skert að miðju í 7 eða 9 breiða sepótta og tennta flipa, oddar sepa og tennur snubbóttar, eða með breiða odda, stöngullauf oftast í pörum, stærðin, lengd leggjanna og fjöldi skiptinga minnkar eftir því sem ofar dregur á plöntunni. Blómskipunin þétt, blómin flöt, allt að 45 mm breið í þvermál. Blómskipunarleggir litlir, blómleggir kirtilhærðir. Bikarblöð 12 mm, oddur allt að 4,5 mm. Krónublöð allt að 22 x 20 mm, sýld, djúpfjólublá, æðar djúpfjólublá-rauðar, gaffalgreindar. Frjóþræðir hærðir, með sama lit og krónublöðin, grunnurinn ljósari. Frjóhnappar blásvartir, fræni 2,5 mm, rauð. Ung aldin upprétt, trjóna allt að 30 mm, frævur 5 mm, fræjum slöngvað burt. Trjónuendar detta af eftir að fræjunum hefur verið slöngvað burt.
Uppruni
Kákasus, Tyrkland.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð jurt.