Hávaxin, fjölær jurt, allt að 80 sm há. Jarðstönglar gildir, ofanjarðar.
Lýsing
Laufin lifa fram á vetur, grunnlauf allt að 20 sm breið, grunnskert í 9 flipa, jaðrar tenntir, oft með purpurabrúnar yrjur við grunn flipanna á efra borði. Stöngullauf stök. Blómskipunin strjálblóma, einhliða, blómin lotin. Bikarblöð 11 mm, oddur 0,5 mm. Krónublöð allt að 14 x 12 mm, útstæð, mjög djúp purpura-svört, djúp brúnrauð, blá-rauð eða ljós- blápurpura, hvítur blettur við grunninn, oddur sýldur eða með odd. Frjóþræðir með löng hár við grunninn, fræni 2 mm, gul-græn. Ung aldin vita upp á við, frævur 5,5 mm, oddur keilulaga, gárur um toppinn, fræjum slöngvað burt í frævunni með týtunni.
Uppruni
S, M & V Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð, dugleg og sérkennileg tegund, þó ekki sérlega skrautleg. Sáir sér mjög mikið.