Fjölær jurt sem myndar brúska, ekki kirtilhærð, stinnhærð, allt að 40 sm há. Jarðstönglar þéttir.
Lýsing
Grunnlauf 5-20 sm breið, mjög djúpskert í 7 gróffjaðraða flipa, sem mjókka til beggja enda, flipar með 1-3 tennur. Stöngullauf minni, í pörum, 3 eða 5 skipt. Blómskipunin útbreidd, blómskipunarleggir allt að 7 sm, blómleggir langir, hærðir. Blómin breið, trompetlaga. Bikarblöð 8 mm, oddur 1 mm. Krónublöð 18 x 10 mm, breiðust í oddinn, bogadregin í oddinn, skær dökk-rauðrófulit, grunnur hvítur, æðar eins og fjöðru, djúp-purpura, hærð ofan og á jöðrum. Frjóþræðir úttútnaðir við grunninn, sami litur og á krónublöðunum eða ljósari. Frjóhnappar rjómalitir til fjólubláir, stíll 6 mm, fræni lifrauð til djúprauð, allt að 3 mm. Ung aldin upprétt, aldinleggir baksveigðir, trjóna 17 mm, frævur 3-5 mm. Fræjum slöngvað burt.
Uppruni
A & M Evrópa
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi, í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Þrífst vel hérlendis. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur og eru líklega af garðablágresi. -------------