Fjölær jurt, allt að 75 sm há, efri hlutinn hærður, jarðstönglar þéttir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 20 sm breið, fá, djúpskipt í 5 eða 7 flipa sem eru fremur langt hver frá öðrum, mjókka í báða enda frá miðhlutanum, fliparnir með hvassydda sepa og djúptenntir. Stöngullauf í pörum, fá, minnka upp eftir stönglinum og leggirnir styttast. Blómskipunin minnir á sveip, blómin vita upp á við, skállaga. Bikar 10 mm, oddur allt að 3,5 mm, krónublöð 20 x 12 mm, breiðust í endann, endinn bogadreginn eða dálítið sýldur, ljós- eða djúpbleikur. Frjóþræðir bleikir, frjóhnappar gráir, stíll 8,5 mm, fræni 3 mm, bleikt. Ung aldin og aldinleggir eru uppréttir, trjóna allt að 25 mm, frævur, 5 mm, svartar, fræjum slöngvað burt.
Uppruni
NA N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð.
Reynsla
Lítt reynd en virðist harðgerð í Grasagarði Reykjavíkur.