Geranium macrorrhizum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
macrorrhizum
Íslenskt nafn
Stólpablágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur, hvítur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Hærð, fjölær jurt, sem ilmar og er límkennd viðkomu, allt að 50 sm há. Jarðstönglar langir og sverir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 20 sm breið, djúpskipt í 5 eða 7 flipa, sem mjókka í báða enda, fliparnir sepóttir og tenntir, stöngullauf minni, allt að 3 pör á hverjum stöngli. Blómskipunin þétt, blómin lárétt, í pörum eða sveipum. Bikarblöð rauð, útblásin, löng, mynda flatan bikar. Krónublöðin með nögl við grunninn, baksveigð, dökkrauð eða skærpurpura. Frjóþræðir allt að 25 mm, nokkrir saman við neðri hluta blómsins, endar uppsveigðir, purpurarauðir. Frjóhnappar appelsínugulir til rauðir. Stíll 22 mm, purpurarauður, í hópum með fræflunum, fræni gult, 1,5 mm. Ung aldin upprétt, trjóna 35 mm, frævur 3 mm, með lárétt rif. Fræjum slöngvað burt.
Uppruni
S Evrópa.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Meðalharðgert. Þrífst ágætlega við bestu skilyrði en blómstrar ekki árvisst.
Yrki og undirteg.
'Album' krónublöð hvít.'Bevan´s Variety' blómin sterk og djúp rauðrófupurpura, bikarblöð djúprauð.'Ingwersen's Variety' laufin ljósgræn og glansandi, blómin ljósbleik. 'Spessart' Blómin dökkbleik. 'Variegatum' laufin með óreglulegar rómalitar flikrur, blómin purpura-bleik.