Hærð, fjölær jurt allt að 50 sm há, lík skífublágresi (G. platypetalum).
Lýsing
Grunnlauf 10 sm breið, skipt að 2/3 í 9 eða 11 fjaðurskipta hluta og tennt, fliparnir skarast, tennur og sepaoddar yddir, efstu laufin legglaus. Blómin allt að 45 mm í þvermál, vita upp á við. Bikar oddur allt að 3 mm, krónublöð allt að 26x17 mm, sterk gráfjólublá, æðar purpura, fjaðurlík, trjóna 35 mm. Fræjum slöngvað burt, ræmurnar detta af eftir að fræinu hefur verið slöngvað burt.