Fjölær, hærð jurt sem myndar breiður með mjög stór blóm, plantan dreifir sér með jarðstönglum. Efri stönglar með kirtilhár.
Lýsing
Grunnlauf allt að 20 sm breið, djúpskipt í 7 flipa, fliparnir breiðir, jaðrar með ögn af snubbóttum tönnum, með útstæð hár á neðra borði, axlablöð mjó. Stærð laufa og lengd laufleggja minnka upp eftir stönglinum og tennurnar verða hvassyddari. Blómskipunin útbreidd, blómin skállaga, allt að 60 mm í þvermál, blómskipunarleggir allt að 18 sm. Bikarblöð allt að 12 mm, oddur allt að 1,5 mm. Krónublöð bogadregin í oddinn, dökkblá, grunnur oft bleikur og hvítur. Frjóþræðir bleikir, frjóhnappar djúpbláir, fræni 3,5 mm, bleik-purpura. Ung aldin baksveigð á baksveigðum blómleggjum, trjóna allt að 30 mm, fræva 5 mm, fræjum varpað burt. Blómstrar lengi.
Uppruni
Himalaja.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Sem gróður undir tré og runna, í blómaengi, sem þekja.
Reynsla
Harðgerð og mjög góð þekjuplanta, hentar síður í beð (of frek).