Fjölær, sígræn jurt, skriðul. Jarðstönglarnir rétt neðan við yfirborð jarðvegsins eða alveg í yfirborðinu. Stönglar allt að 50 sm háir.
Lýsing
Laufin 5-skipt og djúpskipt, fliparnir hvassyddir, sepóttir, jaðrar hvasstenntir, grunnlauf 5-10 sm breið, laufin minnka upp eftir stönglinum, oddur axlablöð mjór. Blómskipunin fremur þéttblóma, blómin upprétt, trektlaga, 30-40 mm í þvermál, blómleggur allt að 22 mm, bikarblöð til 9 mm. Krónublöð sýld, skærbleik, verður dekkri með aldrinum, grunnur litlaus, netæðótt. Frjóhnappar ögn styttri en bikarlöðin. Frjóþræðir hvítir með bleika slikju, frjóhnappar gulir eða purpura. Fræni allt að 3,5 mm, bleik eða rauð. Fræjum er skotið burt.
Uppruni
Pyreneafjöll.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori. Þarf að skipta á 3-4 ára fresti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð jurt, er eitt besta blágresið í ræktun hérlendis.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Wargrave Pink' er kröftugt. Laufin smá í þéttum brúskum. Blómin eru smá, laxbleik, mörg.