Grunnlauf allt að 4 sm breið, hárlauf, skipt í 7 flipa, gansandi-græn. Stöngullauf engin eða fá. Blómskipunin þétt, fáblóma. Bikarblöð allt að 7 mm, græn með rauða jaðra, broddydd. Krónublöðin allt að 18 mm, skærbleik, breið-hringlaga, með mjóan grunn. Frjóþræðir allt að 15 mm, hvor með 2 hærðar tennur við grunninn, frjóhnappar rauðir.
Uppruni
SV Balkanskagi, Albanía.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Í blómaengi, í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Fremur tregt til að blómgast norðanlands en skárra á Suðurlandi.