Fjölær jurt sem myndar brúsk, jarðstönglar þéttir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 20 sm breið, skipt í 7 hluta, oft gul eða með bleika slikju þegar þau eru ung, djúpflipótt, tennt, dúnhærð, stöngullauf í pörum, efstu laufin smá. Blómleggir allt að 14 sm, blómin allt að 30 sm í þvermál. Bikarblöð allt að 12 mm, smábroddydd, krónublöð allt að 40 mm, bogadregin, föl- eða dökkbleik, æðar stundum rauðar. Frjóþræðir kögraðir hárum við grunninn. lilla eða bleikir efst. Frjóhnappar gulir eða bleikir. Ung aldin upprétt, trjóna allt að 27 mm.