Geranium cinereum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
cinereum
Íslenskt nafn
Grágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur eða ljós- til skærbleikur, æðar purpura eða hvítar.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
- 15 sm
Vaxtarlag
Fjölær fjallajurt sem myndar blaðhvirfingu, allt að 15 sm há.
Lýsing
Grunnlauf allt að 5 sm í þvermál, hringlótt að utanmáli, græn-grá, djúpskipt í 5-7 fleyglaga flipa, sepóttir í oddinn. Blómskipunin með engin eða fá laufblöð. Blómin fá, 2,5 sm í þvermál, upprétt, hvít eða ljós- til skærbleik, æðar purpura eða hvítar. Frævur hliðflatar í toppinn, fræum varpað úr frævunni með týtuna áfasta.
Uppruni
Pyreneafjöll.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð, ýmis ræktunarafbrigði eru til erlendis en þau eru lítt reynd hérlendis.
Yrki og undirteg.
'Album' með hvít blóm, var. subcaulescens er með fagurrauð blóm, var. obtusilobum er með hvít blóm, var. palmatipartium með bleik blóm og hvíta miðju.