Laufin skiptast í 5-7 flipa, breiðust ofan við miðju, stöngullauf í pörum. Stönglar kirtilhærðir. Blómskipunin útbreitt, blómin minna á stjörnu, allt að 35 mm í þvermál. Bikarblöð mjó, 8 mm, lítil í samanburði við krónublöðin, oddur allt að 1 mm, krónublöðin þrisvar sinnum lengri en þau eru breið, hvít eða ljós til dökk bleik, æðar dökkar. Frjóþræðir útvíkkaðir við grunninn, fræni allt að 1 mm, rauð. Frævur allt að 3 mm, trjóna allt 19 mm, fræin er skotið burt.
Uppruni
S Evrópa frá Sikiley austur til Írans og Tyrklands.