Geranium argenteum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
argenteum
Íslenskt nafn
Silfurgresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
rósbleikur
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Fjallajurt, lík grágresi (G. cinereum) en laufin silfurlit, með silkihár bæði ofan og neðan.
Lýsing
Laufin 7-deild, 3-flipótt, ekki tennt, standa/liggja undir mismunandi hornum gagnvart hvert öðru. Blómin fá, 2,5 sm í þvermál. Bikarblöð allt að 8,5 mm, silkihærð, oddur allt að 1 mm. krónublöð allt að 15 mm, sýld, ljósbleik, æðarnar mynda net. Frjóþræðir grænir eða hvítir, frjóhnappar appelsínugul-bleikir, fræni 1,5 mm, gult. Ung aldin upprétt, blómleggir baksveigðir, fræva 6,5 mm.
Uppruni
Frakkland, Alpar, N Ítalía, Júgóslavía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í vel framræst skrautblómabeð.
Reynsla
Meðalharðgerð planta.