Geranium albiflorum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
albiflorum
Íslenskt nafn
Hvítgresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur/fjólubláar æðar.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
20-60 sm
Vaxtarlag
Mjög greinótt, fjölær jurt, allt að 60 sm. Jarðstönglar þéttir, stönglar brún purpura.
Lýsing
Lauf 7-skipt, jaðrar purpura-brún, grunnlauf lík og á blágresi, en oddarnir geta verið bogadregnir og jaðrar með færri tennur, 5-20 sm breið, efri laufin með blaðlegg, skiptingin með meiri millibil. Blómskipunin gisin, blómin vita upp á við, breið-trektlaga. Bikarblöð mrð purpurabrúna slikju, allt að 4,5 mm, oddur allt að 1 mm. Krónublöð sýld, hvít eða mjög ljóspurpura, æðar fjólubláar, allt að 8 mm, fræni ljósbleikt. Ung aldin dálítið álút, trjóna 18 mm, frævur 4 mm, fræjum sleppt með því að þeim er kastað út.
Uppruni
N & M Asía, N Rússland.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi, í skógarbotn.
Reynsla
Harðgerð, fremur stuttur blómgunartími.