Gentiana kesselringii Regel; G. walujewii var. kesselringii (Regel) Kusnezow.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Gulleitur, grænleitur, gulhvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
Allt að 40 sm
Vaxtarlag
Fjölæringar, 25-40 sm háir. Stönglar uppsveigðir, ógreindir, hárlausir. Leggur grunnlaufa 1,5-3 sm, himnukenndur, laufblaðkan mjó oddbaugótt-lensulaga til oddbaugótt-egglaga, (7-)15-20 x (1,5-) 2-4,5 sm, mjókkar að grunni, jaðar snarpur, blaðkan snubbótt, 3-5 tauga. Stöngullauf mynda 2 eða 3 pör, laufleggur allt að 1,5 sm, verða styttri eftir því sem ofar dregur á stönglinum, himnukenndir, laufblaðkan lensulaga til egglaga-oddbaugótt, (3,5-)5-7 x 0,7-2,5 sm, snubbótt við grunninn, jaðar snarpur, blaðkan snubbótt í oddinn, 1-3 tauga, efstu laufin legglaus, útstæð, umlykja blómkollinn
Lýsing
Blómskipanirnar í endastæðum þyrpingum, margblóma. Blómin legglaus. Bikarpípan 6-11 mm, himnukennd, flipar band-lensulaga til lensulaga, 6-8 mm, næsum jafn langir og pípan, jaðar snarpur, flipar hvassyddir eða snubbóttir, miðtaugin áberandi. Krónan fölgul, pípulaga til pípu-trektlaga, (2,1-)2,5-3(-3,5) sm, flipar egglaga-aflangir, 4-5 mm, heilrendir, snubbóttir. Ginleppar lensulaga, 2,5-3 mm, heilrendir eða flipóttir. Fræflar festir um miðja krónupípuna innanverða, frjóþræðir 8-11 mm, frjóhnappar mjó oddvala, 1,5-2,5 mm. Stíll 2-2,5 mm, frænisflipar aflangir. Aldinhýði sporvala, 1,3-1,5 sm, eggbúsberi 8-10 mm. Fræ brún, oddvala, 1,2-1,5 mm.
Uppruni
M Asía, N Kína.
Heimildir
= 2, Flora of China http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200018130
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Í E4 frá 1994 blómgast seint og stundum lítið sem ekkert.