Fjölæringur allt að 60 sm hár. Stönglar uppréttir, ógreindir.
Lýsing
Lauf dökkgræn og glansandi. Stöngullauf í 5-12 pörum, oddbaugótt-lensulaga til öfugegglaga, snubbótt, 2,5-10 x 1-4 sm, 3-5 tauga, jaðrar ekki með örsmáum tönnum.Blóm í endastæðu höfðu og/eða með fáein blóm í efstu blaðöxlunum. Bikarpípa 6-18 mm, flipar 5-35 mm, öfuglensulaga, yddir. Króna pípu-bjöllulaga, 3-5,5 sm, grænleit eða gulhvít með grænar taugar, stundum fjólublámenguð. Krónuflipar egg-þríhyrndir, yddir. Ginleppar oft sýldir, uppréttir.