Gentiana triflora

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
triflora
Íslenskt nafn
Drottningarvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn.
Kjörlendi
Hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Himinblár, fölblár.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 50 sm (-80 sm) hár. Stönglar uppréttir, ógreindir.
Lýsing
Grunnlauf hreisturlík, stöngullauf venjulega gagnstæð, sjaldan 3 saman, stækka eftir því sem ofar dregur, egglensulaga eða lensulaga, ydd eða bogadregin í oddinn, 5-10 x 0,6-3,5 sm, legglaus, 3-5 tauga. Jaðrar og miðtaug að neðan með örsmáar tennur. Blóm mynda höfuð í efri blaðöxlum, leggstutt. Bikar grænn með purpuralitri slikju. Bikarpípa 1-1,5 sm, stundum klofin að hluta, flipar misstórir, þeir lengstu um það bil jafnlangir og bikarpípan. Krónan pípu-bjöllulaga, 3-4,5 sm, himinblá, fölblá. Flipar egglaga, bogadregnir eða yddir. Ginleppar heilir. Aldinhýði með legg.
Uppruni
A Asía - Kína, Japan, Síbería.
Harka
5
Heimildir
= 1,2, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Gentiana+triflora
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Hefur verið í E4 frá 1999, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
var. japonica (Kuzn.) Harrer. Lauf egglaga til egglensulaga, verða mjólensulaga þegar ofar dregur á stönglinum og langydd. Bikarpípa hálfstýfð í endann, 12-15 mm löng. Blóm 1-2 saman í blaðöxlum. Króna 4-5 sm löng, blápurpura-blá, legglaus. Flipar (krónublöð) misstórir, uppréttir, stundum eins og tennur eða lauf. Heimk.: Japan, Kúrileyjar, A-Síbería.