Gentiana paradoxa

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
paradoxa
Íslenskt nafn
Hverfivöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Brúngrænn, gulleitur með grænar doppur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 3 sm hár. Stönglar margir, uppréttir.
Lýsing
Lauf í hvirfingum, 3-5 saman, mjó-bandlaga, 15-30 sm x 2 mm. Blóm stök, endastæð. Bikar 2,5-4 sm, bikarflipar 1,5-3,5 sm, lengri en krónan. Krónan pípulaga, brúngræn utan, gulleit með grænar doppur innan, jaðrar flipanna fölbláir. Krónuflipar egglaga, yddir. Ginleppar kögraðir. Aldinhýði legglaus.
Uppruni
Kákasus.
Harka
H3
Heimildir
= 2
Fjölgun
Sáning (skipting), græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker, í fjölæringabeð.
Reynsla
Góð reynsla. Harðgerð planta og auðræktuð. Í J5-B frá 1991.