Sígaunavöndur er líkur dröfnuvendi (G. punctata) en stönglarnir eru ekki með málmgljáa. Kröftugur fjölæringur, uppréttir stönglar, allt að 60 sm háir.
Lýsing
Grunnblöðin að 20 x 10 sm, oddbaugótt, með legg, 5-7 strengja. Stöngulblöðin að 10 sm í pörum, samvaxin við grunninn, egglaga til lensulaga. Blóm endastæð og í knippum í efri blaðöxlum, legglaus.Bikarpípa 1,5 sm, bjöllulaga, flipar 5-7, styttri en krónupípan, mislangir, baksveigðir. Króna að 3,5 sm, bjöllulaga, purpurabrún með dekkri dröfnum. Krónuflipar 5-7, egglaga til oddbaugótt ginleppar litlir, snubbóttir. Frjóhnappar samvaxnir. Aldinhýðin leggstutt.