Gentiana occidentalis

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
occidentalis
Íslenskt nafn
Klettavöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkblár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
5-8 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með blaðhvirfingar og langa jarðstöngla, sem geta orðið 20 sm langir, líka með renglur. Stönglarnir vaxa upp úr hvirfingarlaufunum. Laufin eru allt að 3,5 x 0,8 sm, hárlaus, legglaus, skærgræn, oddbaugótt til aflöng, hvassydd, lykja um grunninn.
Lýsing
Blómin eru stök, með legg og tvö gagnstæð stoðblöð sem líkjast stöngullaufinu. Bikarinn er keilulaga - pípulaga, hárlaus á yrta borði, með 5 þríhyrnda flipa, lensulaga, ydda, lengri en hálf bikarpípan og hver með lítinn flipa. Krónan er 4-5 sm, dökkblá, trektlaga með 5 baksveigða hvassa odda. Frjóþræðir eru 5, allt að 2,5 sm og bláir, festir við grunni krónupípunnar. Frjóhnappar eru gulir festir inn í 1 sm langa pípuna. Eggleg mjókkar upp og myndar stílinn, frænið er gaffalgreint. Aldinhýðið með allmörg oddvala fræ .
Uppruni
V Pýreneafjöll.
Heimildir
= www.plant-world-seeds.com/store/view-seed-item/2949, www.asturnatura.com/espicie/gentiana-occidentalis.html
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir. Sjaldgæf og glæsileg planta með mörg, dökkblá blóm. Hún er endemísk/einlend og vex hátt í Pýreneafjöllum, í yfir 2300 m hæð. Greinist frá náskyldri tegund dvergvendi(G. acaulis) á því að klettavöndurinn er þéttvaxnari og með smærri lauf.
Reynsla
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.