Fjölær, kröftug jurt, 30-70 sm há, með laufótta, ógreinda stöngla, sem eru uppréttir eða uppsveigðir.
Lýsing
Lauf 3,5 x 0,7, mjó-lensulaga til bandlaga 3 tauga. Blómin endastæð, allmörg saman eða stök í efstu blaðöxlunum. Bikar pípulaga, flipar bandlaga, styttri en pípan. Krónan 2,5-3,5 sm, mjó-trektlaga, blá til purpurablá, flipar uppréttir, bogadregnir. Ginleppar næstum eins og fliparnir, heilrendir eða gaffalgreindir. Frjóhnappar samvaxnir. Aldinhýði ekki samvaxin.
Uppruni
Kanada, Bandaríkin.
Harka
3
Heimildir
= 1, Köhlein, Gentians
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Í E4-D14 frá 1996. Vex í raklendi í náttúrulegum heimkynnum sínum.