Gentiana farreri

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
farreri
Íslenskt nafn
Heiðvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Heiðblár.
Blómgunartími
Haust.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarhraði
Meðalhraður vöxtur.
Vaxtarlag
Myndar breiður, jarðlægra, rótskeyttra stöngla. Blóm upprétt, blöðin mjó, lítið eitt sveigð. Stönglar allt að 10-15 sm, greinóttir, grannir, skriðulir.
Lýsing
Hvirfingalaufin í þéttu brumi, ekki augljós, stöngullaufin 1,8-4 sm x 1,5-3 mm, bandlaga, samhliða að mestu, mjókka snögglega í hvassan odd, heilrend eða með strjálar, mjög ógreinilegar litlar tennur. Blómin ofan við efsta blaðparið greinilega með legg. Bikarflipar, krónuflipar og fræflar 5 talsins. Bikarpípa 1,2 x 1,7 sm, flipar 2-3,5 sm, 1,8 sinnum lengd pípunnar eða lengri, sveigjast smám saman aftur frá krónunni. Krónan pípu- eða trektlaga með útstæð flipa, himinblá með purpurabrúnar rákir á ytra borði. Pípan 4,8-6 sm, flipar 8-10 mm með lítinn en greinilegan brodd.
Uppruni
NV Kína (Gansu, Tíbet).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta.
Reynsla
Flott tegund sem blómgast árvisst í Lystigarðinum.