Fjölæringur, allt að 4 sm hár. Myndar þéttar blaðhvirfingar við grunn. Stönglar greindir, útafliggjandi-uppsveigðir, laufóttur.
Lýsing
Grunnlauf bandlaga-oddbaugótt eða bandlaga-lensulaga, 3,5-16 sm x 4-18 mm, 3 tauga, jaðrar með örsmáar tennur. Stöngullauf styttri, í 2-3 pörum, samvaxin við grunn, aflöng eða mjóaflöng.Flest blómin með legg, í enda- og axlskúfum. Bikarpípa 1-1,5 sm, klofin niður á einni hliðinni, himnukennd, flipar lítt áberandi, ekki nema 1 mm. Króna pípu-bjöllulaga, 3-3,5 sm, dökkblá. Aldinhýði með legg.