Fjölæringur allt að 40 sm hár, myndar blaðhvirfingu. Stönglar vaxa upp úr þéttum blaðhvirfingum.
Lýsing
Grunnlauf egg-lensulaga, allt að 12 x 2 sm, 3-tauga. Stöngullauf mörg, styttri og mjórri. Blóm legglaus, mörg saman á stöngulendanum, stundum einnig í blaðöxlunum. Bikar 0.6, bjöllulaga. Flest blómin með 4 bikarflipa, 4 krónuflipa og 4 fræfla, klofin niður eða ekki, flipar augljósir > 1 mm. Króna blá eða blápurpura, allt að 2,5 sm. Aldinhýði legglaus eða með mjög stuttan legg.