Grófgerður fjölæringur, stönglar vaxa upp úr þéttum blaðhvirfingum. Blóm fremur smá og oft hulin af efstu laufunum.
Lýsing
Grunnlauf egglaga til mjóoddbaugótt, 12-20 x 4-7 sm, jaðrar með örsmáar tennur. Stöngullauf legglaus, stækka greinilega eftir því sem ofar dregur á stönglum, þau efstu eru allt að 3,5 sm á breidd, egglaga-þríhyrnd til egglaga-oddbaugótt. Blóm legglaus, þétt saman í kollo á stöngulendanum, stundum einnig kransar í blaðöxlum. Bikarpípan klofin niður á einni hlið, með lítt áberandi flipa < 1mm. Króna bjöllulaga, samandregin efst, 2-2,2 sm, gulleit, blápurpuramenguð. Aldinhýði legglaus.
Uppruni
V Kína.
Harka
8
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir. Blóm þessarar tegundar eru fremur smá og oft hulin af efstu laufunum, því er plantan varla þess virði að vera í ræktun í görðum.
Reynsla
Stutt reynsla - í uppeldi. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.