Fjölæringur, þýfður, allt að 8 sm eða sjaldan hærri eða allt að 15 sm. Grunnlauf 2,5 sm, mynda þéttar blaðhvirfingar, eru oddbaugótt til oddbaugótt-lensulaga, hvassydd, mjókka smám saman að grunni.
Lýsing
Lauf oddbaugótt til aflöng-lensulaga að minnsta kosti 1,5 x lengri en breið, vörtótt á jöðrum. Blóm legglaus, endastæð, stök. Bikarpípa 1,25 sm, bjöllulaga, bikarflipar um það bil hálf lengd pípunnar, þríhyrndir, breiðastir neðst. Króna bjöllulaga, 5-6 sm, trektlaga eða bjöllulaga, djúphiminblá að utanverðu með ólífugrænar doppur í gininu innanverðu eða stundum mjög fáar. Krónuflipar eru snubbóttir, en oftast stuttyddir. Ginleppar óreglulegir, bogadregnir. Aldinhýði legglaus.