Gentiana cachemirica

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
cachemirica
Íslenskt nafn
Kasmírvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Samheiti
Gentiana loderi Hook. f., Gentianodes cachmeriana
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Síðsumar-haust.
Hæð
10-15(-25) sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 10 sm hár, myndar blaðhvirfingar. Stönglar uppréttir eða útafliggjandi.
Lýsing
Grunnlauf fá, egglaga, 2,5-5 sm, stærri en stöngullaufin og grænni en þau, mjó-egglaga, stöngullauf í pörum, gagnstæð, egglaga, 1,5 sm, bogadregin-egglaga til egglaga, stilkstutt, +/- snubbótt, bláleit, 3-tauga.Blóm mjó-trektlaga, endastæð, legglaus, um 2,5 sm eða lengri, venjulega stök, stöku sinnum 2-3 saman, legglaus. Bikarpípa allt að 0,8-1 sm, pípulaga,gárótt, bikarflipar styttri en krónupípan, bandlaga-aflangir 5-7 mm, uppréttir. Króna bjöllulaga 2,5-4 sm, skærblá með gular og dökkbláar rákir. Krónuflipar egglaga til bogadregnir. Ginleppar styttri en fliparnir, kögraðir. Eggleg á stuttum legg.
Uppruni
V Himalaja.
Harka
8
Heimildir
= 1,2, encyclopedia.alpinegardensociety.net/plants/Gentiana/cachmirica
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta.
Reynsla
Auðræktuð planta. E4-C14 frá 1996.