Fjölæringur allt að 10 sm hár, myndar blaðhvirfingar. Stönglar uppréttir eða útafliggjandi.
Lýsing
Grunnlauf fá, egglaga, 2,5-5 sm, stærri en stöngullaufin og grænni en þau, mjó-egglaga, stöngullauf í pörum, gagnstæð, egglaga, 1,5 sm, bogadregin-egglaga til egglaga, stilkstutt, +/- snubbótt, bláleit, 3-tauga.Blóm mjó-trektlaga, endastæð, legglaus, um 2,5 sm eða lengri, venjulega stök, stöku sinnum 2-3 saman, legglaus. Bikarpípa allt að 0,8-1 sm, pípulaga,gárótt, bikarflipar styttri en krónupípan, bandlaga-aflangir 5-7 mm, uppréttir. Króna bjöllulaga 2,5-4 sm, skærblá með gular og dökkbláar rákir. Krónuflipar egglaga til bogadregnir. Ginleppar styttri en fliparnir, kögraðir. Eggleg á stuttum legg.