Gentiana burseri

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
burseri
Íslenskt nafn
Saxavöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgulur eða grængulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
70-80 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur sem verður allt að 80 sm hár, stönglar uppréttir, ógreindir.
Lýsing
Neðstu laufin með legg, oddbaugótt-lensulaga til egglaga-oddbaugótt, hvassydd, með 5-7 greinilegar taugar. Stöngullauf styttri og breiðari, verða smám saman legglaus eftir því sem ofar dregur á stönglinum.Blómstönglar vaxa úr öxlum hvirfingarlaufa, engin hreisturlauf við grunninn. Blóm mörg saman í efri blaðöxlum, legglaus. Bikar pappírskenndur, pípan klofin niður á einni hlið með mjög smáum flipum. Króna bjöllulaga með 5-7 flipa sem eru jafnlangir krónupípunni, 1,5-2,5 sm, fölgul eða grængul þ. e. þau neðstu, oft með brúnar doppur. Ginleppar litlir, þríhyrndir. Fræflar samvaxnir. Aldinhýði stilkstutt.
Uppruni
Pýreneafjöll, SV Alpar.
Harka
7
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar (stofngræðlingar að vori eða hausti).
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Hefur verið í E4 frá 2002, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
Gentiana burseri ssp. villarsii (Griseb.) Rouy. Blómin ljósgul með fjölmörgum áberandi dökkbrúnum blettum eða doppum.