Gentiana brachyphylla

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
brachyphylla
Íslenskt nafn
Skildingavöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænbláleitur.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
Allt að 6 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem, myndar þéttar þúfur. Stönglar uppréttir, allt að 6 sm eða hærri. Háfjallaform af vorvendi (G. verna) en minni og þéttvaxnari, laufin skarast þétt, mjó, hvassydd og blómin mjórri, disklaga, djúp himinblá.
Lýsing
Hvirfingarlauf tígullaga, nær kringlótt, ögn lengri en stöngullaufin, jaðrar brjóskkenndir. Stöngullauf fá. Blóm stök, endastæð, legglaus. Bikarpípa allt að 1 sm, 2-5 mm í þvermál, hyrnd eða með vængi. Bikarflipar mjó-þríhyrningslaga, yddir. Króna 1,5-3 sm, pípa grænbláleit. Krónuflipar djúpbláir. Aldinhýði legglaus.
Uppruni
Fjöll í M & S Evrópu.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.
Reynsla
Lýsingum ber ekkert sérlega vel saman á þessari tegund og þarf að skoða betur. Í uppeldi sem stendur 2009.
Yrki og undirteg.
ssp. favratii (Rittener) Tutin. er er frábrugðin G. brachyphylla að því leyti að laufin eru oddlaus og bogadregin, krónuflipar eru breiðir.