Gentiana asclepiadea

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
asclepiadea
Íslenskt nafn
Haustvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Síðsumar-haust.
Hæð
70-100 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 100 sm, stönglar ógreindir, uppréttir eðauppsveigðir.
Lýsing
Lauf lensulaga til egglaga, odddregin, legglaus með 3-5 taugar, 5-7 x 1,5-3 sm, öll meira eða minna af sömu stærð. Jaðrar ekki fíntenntir. Blóm legglaus eða því næst, 1-3 saman í öxlum efri laufa. Bikarpípan allt að 1,2 sm, oft klofin að hluta, flipar styttri en pípan, jafnstórir. Krónan pípu-trektlaga, 2,5-5 sm, blá (stöku sinnum hvít), oftast með rauðpurpura doppur að innan. Flipar egglaga, yddir, ginleppar stuttir, heilir. Fræflar ekki samvaxnir. Aldinhýði með legg.
Uppruni
M & S Evrópa, L Asía
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í beð í góðu skjóli.
Reynsla
Hefur blómgast árlega í garðinum síðustu árin, en fremur seint þó (var lengi í steinhæðinni).
Yrki og undirteg.
Nokkuð breytileg tegund í ræktun og nokkur form og yrki ræktuð erlendis svo sem 'Alba' er með hvítt.'Knightshayes' er lítil planta eða dvergvaxin, krónan hvít í ginið.'Nymans' er með bogsveigða stöngla, dökkgrænt lauf, blóm með stóra bletti í gininu.'Phyllis' er kröftug planta, allt að 70 sm há, blómin fölblá.