Fjölæringur allt að 150 sm hár. Stönglar uppréttir eða bognir.
Lýsing
Lauf öll kögruð, 10-20 pör, þau efri lensulaga til egglaga, 3-5 tauga, 3-16 x 1-5 sm, þau neðri +/- aflöng og minni. Blóm legglaus í þéttu, endastæðu höfði og líka minni í efstu blaðöxlum. Bikarpípa 7-14 mm, flipar venjulega lensulaga, stöku sinnum breiðari, 2-15 mm, jaðrar kögraðir. Króna alveg lokuð, pípu- til trektlaga, 3-4,5 sm, flipar mjög smækkaðir í innsveigðan odd, sýldir og fínkögraðir.Ginleppar greinilega lengri en fliparnir (v. andrewsii) eða að fliparnir eru dálítið stærri, næstum jafnlangir og ginlepparnir (var. dakotica Nelson). Ginleppar eru innsveigðir, öll krónan hvít við grunninn, blá ofar. Fræflar samvaxnir. Fræ með vængi.
Uppruni
A & M N-Ameríka.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð í góðu skjóli, í steinhæðir.
Reynsla
Hefur reynst harðgerður og auðræktaður. Í J5 frá 1991.