Gentiana affinis

Ættkvísl
Gentiana
Nafn
affinis
Íslenskt nafn
Sléttuvöndur
Ætt
Maríuvandarætt (Gentianaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, votlendi.
Blómalitur
Himinblár til indígóblár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt allt að 30 sm há, með stólparót. Stönglar nokkrir saman, uppréttir eða dálítið útafliggjandi.
Lýsing
Grunnlauf 2-3 sm, mörg, í pörum - neðstu laufin lensulaga-egglaga, efstu laufin eru mjórri. Blómin eru í efstu lauföxlunum, með 2 bandlaga stoðblöð. Bikar allt að1,2 sm, flipar 3-7 mm, óreglulegir, aflöng-bandlaga, Króna 2-3 sm himinblá rtil indigóblá, mjíyrektlaga, flipar 3-5 mm, útstæðir, egglaga, græn neðantil. Ginleppar 2-3 tentir, styttri en fliparnir. Fræflar ekki samvaxnir. Aldinhýði með legg.
Uppruni
Vestur N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1, www.swcoloradowildflowers.com/Blue%20Purple%20Enlarged%%20Photo%20Pages/gentian%202.htm
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.