Fjölæringur, allt að 10 sm hár, þýfður, skríður lítillega með ofanjarðarrenglum.
Lýsing
Lauf lensulaga til oddbaugótt, sjaldan öfugegglaga, að minnsta mosti 1,5 sinnum lengri en breið, jaðrar ekki með vörtutennur.Blóm stök á stöngulendum. Bikarflipar oftast < hálf lengd pípunnar, egglaga, niðurmjóir. Króna 5-6 sm, bjöllulaga, djúpblá með margar, grænar doppur í gininu, flipar yddir eða bogadregnir og með lítinn odd. Ginleppar styttri en krónufliparnir. Aldinhýði legglaus.
Uppruni
Fjöll í S og M Evrópu frá Spáni til Rúmeníu.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Auðfjölgað með skiptingu að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í E4 frá 1994. Duttlungafullur, stundum tregur til að blómstra, en ef hann gerir það er hann óviðjafnanlega fallegur. NB! Þrífst best í léttsúrum jarðvegi (ekki kalkríkum).
Yrki og undirteg.
Fjölmörg yrki í ræktun að minnsta kosti erlendis svo sem: 'Alba', sem er með hvít blóm. 'Belvedere' er kraftmikið yrki sem myndar breiður með tímanum. Þær geta verið orðnar 1 m breiðar eftir 10 ár, blómviljug, blómin blá. 'Gedanensis' (Danzig) er með stór blóm, 4,0-4,5 sm í þvermál, skær sæblá. 'Holzmannii' stönglar 10-12 sm, dökk himinblá blóm, 4,5-5 sm í þvermál með ólífugræna bletti í gininu. 'Krumrey' er með allt að 10 sm háa stöngla og dökkblá blóm. 'Rannoch' er dvergvaxið yrki, allt að 5 sm hátt, blómin djúpblá, dekkra gin. 'Trotter's Variety' ('Trotter's Form), þetta yrki er líkt aðaltegundinni, blómviljug vor og haust. 'Undulifolia' efstu laufin eru bylgjuð, blómviljugt yrki, blómin dökkblá, er stundum að finna undir G. clusii.