Genista germanica

Ættkvísl
Genista
Nafn
germanica
Íslenskt nafn
Þyrnihrís
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni
Kjörlendi
Sól og skjól
Blómalitur
Gulur
Blómgunartími
Sumar
Hæð
30-50 sm
Vaxtarlag
Uppréttur runni með axlastæða þyrna, allt að 50 sm hár.
Lýsing
Lauf allt að 2 × 0,5 sm, óskipt, legglaus, oddbaugótt til aflöng, dökkgræn, næstum hárlaus ofan, með löng hálfupprétt hár neðan og á jöðrunum. Blómin í gisnum, endastæðum klösum, allt að 5 sm löng, á ungum sprota, stoðblöð 0,5 mm, engin smástoðblöð blómleggur allt að 2 mm, bikar 5 mm, lang-silkihærður, einkum á tönnunum, varir jafn langar og pípan, fáni 8 mm, egglaga, yddur, styttri en kjölurinn, hárlaus eða lítið eitt silkihærð, vængir jafnlangir fánanum. Aldin 10 mm, egglaga-langydd, næstum hárlaus, með 1-2 fræ.
Uppruni
M & V Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.