Gaultheria procumbens

Ættkvísl
Gaultheria
Nafn
procumbens
Íslenskt nafn
Skriðdeslyng
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur-fölbleikur.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
15- 20 sm
Vaxtarlag
Lágvaxinn, útafliggjandi runni, skriðull, myndar þéttar breiður.
Lýsing
Lítill, skriðull runni með renglur, hárlaus eða dúnhærður, myndar þétta breiðu með tímanum. Uppréttir sprotarnir eru um 15 sm háir. Laufin þétt saman á greinaendunum, oddbaugótt til oddbaugótt-öfugegglaga, fleyglaga við grunninn, ydd og kirtilbroddydd í oddinn, bogtennt til þorn-sagtennt, 2-5 × 1-2 sm, dökkgræn, glansandi á efra borði, hárlaus á neðra borði. Blómin stök eða stundum í smáklösum, endastæð eða í blaðöxlunum, hangandi. Krónan keilulaga til krukkulaga, 7 mm, hvít til fölbleik. Aldinin hnöttótt, 8-15 mm, rauð, ilma mikið ef þau eru núin.
Uppruni
A Norður-Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1,http://bolt.lakeheadu.ca
Fjölgun
Sáning, sumgargræðlingar, skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Plantað í súran jarðveg, jaðar runnabeða, í ker, í kassa.
Reynsla
Plöntum var sáð í Lystigarðinum 1991 og þær gróðursettar í beð 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Yfirleitt ekkert kal gegnum árin, blómstra.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Vex í þurrum til blautum skógum og rjóðrum í furuskógum, í sendnum, mómoldarjarðvegi, í Sphagnum mýrum.