Lítill, skriðull runni með renglur, hárlaus eða dúnhærður, myndar þétta breiðu með tímanum. Uppréttir sprotarnir eru um 15 sm háir. Laufin þétt saman á greinaendunum, oddbaugótt til oddbaugótt-öfugegglaga, fleyglaga við grunninn, ydd og kirtilbroddydd í oddinn, bogtennt til þorn-sagtennt, 2-5 × 1-2 sm, dökkgræn, glansandi á efra borði, hárlaus á neðra borði. Blómin stök eða stundum í smáklösum, endastæð eða í blaðöxlunum, hangandi. Krónan keilulaga til krukkulaga, 7 mm, hvít til fölbleik. Aldinin hnöttótt, 8-15 mm, rauð, ilma mikið ef þau eru núin.
Uppruni
A Norður-Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1,http://bolt.lakeheadu.ca
Fjölgun
Sáning, sumgargræðlingar, skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Plantað í súran jarðveg, jaðar runnabeða, í ker, í kassa.
Reynsla
Plöntum var sáð í Lystigarðinum 1991 og þær gróðursettar í beð 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Yfirleitt ekkert kal gegnum árin, blómstra.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Vex í þurrum til blautum skógum og rjóðrum í furuskógum, í sendnum, mómoldarjarðvegi, í Sphagnum mýrum.