Fara í efni
Fréttir
English
Plöntur
Garðaflóra
Flóra Íslands
Um Lystigarðinn
Saga Lystigarðsins
Umgengnisreglur
Húsin í Lystigarðinum
Styttur og minnismerki
Staðsetning og yfirlitskort
Hafa samband
English
Forsíða
/
Plöntur
/
Garðaflóra
/
Hnúðsvanalilja
Galtonia viridiflora
Ættkvísl
Galtonia
Nafn
viridiflora
Íslenskt nafn
Hnúðsvanalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Fölgrænn.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Lauf allt að 60 x 10 sm, um 7, mynda stuttan háls neðst, fölgræn, neðstu laufin mjókka snögglega í oddinn, broddydd.
Lýsing
Blómstönglar allt að 100 sm, klasar 15-30 blóma. Blómleggir 2,5 sm, fölgrænir, stoðblöð allt að 3 sm, lensulaga, langydd. Blómhlíf 2-5 sm, fölgræn, blómhlífarblöð lengri en pípan, jaðrar hvítir. Aldin 2,5 x 1,4 sm, upprétt, 3-hólfa, fræin brún.
Uppruni
S-Afríka.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, síður skipting á hnausnum.
Notkun/nytjar
Í kanta, sem undirgróður.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015, en hefur verið sáð.