Galega orientalis

Ættkvísl
Galega
Nafn
orientalis
Íslenskt nafn
Purpurastrábelgur
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bláfjólublár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50 sm
Vaxtarlag
Líkur læknastrábelg nema hvað smálaufin eru stærri og mjókka niður.
Lýsing
Stönglar 50 sm háir. Axlablöð allt að 1,5 sm, egglaga eða egglaga-kringlótt. Smálauf allt að 6 x 2,5 sm í 6-12 pörum. Bikar 0,4 x 0,25 sm, dúnhærður, tennur styttri en bikarpípan. Krónan blá-fjólublá, fáni allt að 1,5 sm, snubbóttur, vængir 1 sm, aflangir-tvíeyrðir við grunninn, kjölur snubbóttur, jafn langur og vængirnir. Aldin allt að 4,5 x 0,3 sm, niðurstæð til hálf-hangandi. Fræ allt að 0,4 x 0,15 sm, nýrlaga, ljósbrún, slétt, mött.
Uppruni
Kákasus.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum plöntum.
Reynsla
Hefur lifað mörg ár í Lystigarðinum og þrifist vel.