Frittillaria ruthenica

Ættkvísl
Frittillaria
Nafn
ruthenica
Íslenskt nafn
Álkulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær, laukjurt.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Purpurabrúnn.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
20-50 sm
Vaxtarlag
Laukar kúlulaga, allt að 2,5 sm í þvermál. Stönglar 20-50 sm háir.
Lýsing
Lauf 6-9 sm, 6-12, þau neðstu yfirleitt gagnstæð, hin stakstæð eða 3 saman í hvirfingum, bandlaga. Blómin 1-3 saman, breið klukkulaga, stoðblöð hringvafin, blómhlífarblöð 18-26 x 8-12 mm, oddbaugótt, innri breiðari og alls ekki aftursveigð í oddinn, hvassydd, svartleit á ytra borði en gulleit við grunn blómhlífarblaðanna, með grænni slikju innan og með purpurabrúnu tígulmynstri. Hunangskirtlar 10-15 mm, 5 mm ofan við grunn blómhlífarblaðanna, bandlaga. Stíll 8-10 mm, hnúskóttur, 3-greindur, greinar 2-7 mm. Fræhýði öfugegglaga, með vængi.
Uppruni
Rússland, V Síbería
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum plöntum, í steinhæðir.
Reynsla
Hefur reynst vel í Lystigarðinum.