Laukar kúlulaga, allt að 3 sm í þvermál. Stönglar 15-30 sm háir.
Lýsing
Lauf 4,5-11 x 0,5-1 sm, 7-10, stakstæð, lensulaga til band-lensulaga. Blómin stök eða einstöku sinnum 2 saman, breið-bjöllulaga, blómhlífarblöðin 25-35 mm, aftursveigð í oddinn, öll dökkpurpualit með svartri eða brúnni slikju, mjög tígulmynstruð á ytra borði, grænmenguð á innra borði með gula slikju innan og með brúnt tígulmynstur neðan til. Hunangskirtlar neðst á bjöllunni, þríhyrndir til egglensulaga. Stíll 8-9 mm, grannur, sléttur, 3-greindur, greinar 2-4 mm. Fræhýði ekki með vængi.