Fritillaria pallidiflora

Ættkvísl
Fritillaria
Nafn
pallidiflora
Íslenskt nafn
Gaukalilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgulur með græna slikju.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
30-80 sm
Vaxtarlag
Laukar 5 sm í þvermál, kúlulaga, snældulaga. Stönglar 10-80 sm.
Lýsing
Laufin eru gagnstæð eða stakstæð, breið-lensulaga, bláleit. Blóm 2,5-3 sm í þvermál, 1-6(-12), mjög breið-bjöllulaga, með ógreinilega óþæginlega lykt, blómhlífarblöð 25-45 mm, bogadregin, fölgul með græna slikju, með óljóst, brúnleitt tígulmunstur. Hunangskirtlar 2 mm, neðst við bjölluna, djúp-inndregnir, egglaga. Stíll 14-17 mm, sléttur, 3-greindur með 2-4 mm greinar. Fræhýði breið-6-vængja.
Uppruni
A Síbería, NV Kína.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð planta sem hefur reynst vel í Lystigarðinum og Grasagarði Reykjavíkur, sáir sér þó nokkuð.