Laukur allt að 2,5 sm í þvermál. Stönglar 6-24 sm háir.
Lýsing
Laufin 5-9, stakstæð, þau neðstu þó nær gagnstæð eða gagnstæð, lensulaga. Blóm 1-4 saman, meira eða minna í sveip, blómin breið-bjöllulaga. Blómhlífarblöð 20-30 mm, þau innri snubbótt, purpurabrún eða grænmenguð á ytra borði, efsti 1/3 hlutinn skærgulur. Hunangskirtlarnir ná frá neðsta hluta bjöllunnar til hins efsta, bandlaga, djúpur og áberandi, gulur. Stíll 7-9 mm, sléttur, 3-greindur, greinar 2-3 mm. Fræhýði ekki með væng, með þurrar blómhlífarleifar áfastar.
Uppruni
NA Tyrkland.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta á beðum.
Reynsla
Hefur reynst vel í Lystigarðinum og blómgast árlega.