Illalyktandi, lyktar eins og gamall refur. Laukar allt að 10 sm í þvermál, hliðflatir-hnöttóttir með ramma refalykt. Stönglar 50-150 sm háir.
Lýsing
Lauf í 3-4 krönsum með 4-8 lensulaga laufum. Blómin stór, 3-5 í sveip, breið-bjöllulaga, stoðblöð 10-20 í þéttstæðum toppi ofan við blómin. Blómhlífarblöð 40-55 mm, smjörgul. Hunangskirtlar allt að 5 mm í þvermál, við grunninn á blómhlífarblöðnum, hringlaga, stórir, hvítir. Stíll 4,5 sm, 3-greindur, greinar 1-4 mm, nöbbóttar efst. Fræhýði með vængi.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar eða sáning.
Notkun/nytjar
Sunnan undir vegg í skrautblómabeði.
Reynsla
Þetta yrki talið harðgerast yrkið af keisarakrónum.