Fritillaria imperialis

Ættkvísl
Fritillaria
Nafn
imperialis
Íslenskt nafn
Keisarakróna
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulrauður, gulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Illalyktandi, lyktar eins og gamall refur. Laukar allt að 10 sm í þvermál, hliðflatir-hnöttóttir með ramma refalykt. Stönglar 50-150 sm háir.
Lýsing
Lauf í 3-4 krönsum með 4-8 lensulaga laufum. Blómin 3-5 í sveip, breið-bjöllulaga, stoðblöð 10-20 í þéttstæðum toppi ofan við blómin. Blómhlífarblöð 40-55 mm, appelsínugul eða rauð. Hunangskirtlar allt að 5 mm í þvermál, við grunninn á blómhlífarblöðnum, hringlaga, stórir, hvítir. Stíll 4,5 sm, 3-greindur, greinar 1-4 mm, nöbbóttar efst. Fræhýði með vængi.
Uppruni
S Túrkestan til Kashmír.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar eða sáning.
Notkun/nytjar
Sunnan undir vegg í skrautblómabeð.
Reynsla
Viðkvæm, helst er að gula afbrigðið geti þrifist sæmilega. Annars blómstra laukarnir oftas aðeins fyrsta árið eftir að þeir hafa verið gróðursettir.Plantan getur lifað mörg ár án þess að blómstra.
Yrki og undirteg.
nokkur yrki í ræktun