Lauf 5-8, stökusinnum allt að 12, yfirleitt gagnstæð, öfuglensulaga til egglaga. Blóm 1 til 2, stöku sinnum 4, mjó-bjöllulaga, stoðblöðin venjulega 3 í kransi, blómhlífarblöð 17-27 mm, þau innri öfugegglaga og fleyglaga, öll gulgræn eða bláleit á ytra borði, stöku sinnum með purpura bletti, gulgræn innan, hunanskirtlar 3 x 1 mm við grunninn, lensulaga, brúnir eða grænir, stíll 7-10 mm, grannur, sléttur, heilrendur. Fræhýði með vængi.
Uppruni
V Tyrkland, Grísku eyjarnar Samos og Khios.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð planta. Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur (H.Sig.).