Fraxinus bungeana

Ættkvísl
Fraxinus
Nafn
bungeana
Íslenskt nafn
Buskaaskur
Ætt
Smjörviðarætt (Oleaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Síðla vors - snemmsumars.
Hæð
2-4 m (-5 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða tré, allt að 5 m hátt. Ungar greinar smádúnhærðar.
Lýsing
Lauf þunn, sveigjanleg, smálauf allt að 7 talsins, með legg, hliðar misstórar, öfugegglaga, langydd, bogtennt, hárlaus, allt að 4 sm, aðalleggur laufblaðsins dúnhærður, greyptur ofan. Blómin dúnhærð, í fallegum skúfum allt að 7 sm löngum. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri). Vindfrævun. Aldinvængur mjó-aflangur, allt að 3 sm, framjaðraður.
Uppruni
A Asía N Kína (Anhui, Hebei, Henan, Liaoning, Shandong og Shanxi)..
Harka
5
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org, http.//en.hortipedia.com
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Stakstætt eða baka til í blandað trjá- og runnabeð. Plantan þrífst vel þegar hún er á opnu svæði. Þolir loftmengun. Getur þolað rok en ekki saltúða frá hafi.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2008 og gróðursett 2011.