Tré með mikla krónu, getur orðið allt að 40 m hátt í heimkynnum sínum. Krónan með útstæðar greinar. Ungar greinar hárlausar, grænar, börkur grár, rákóttur, brum dökkbrún, keilulaga, snubbótt, nýjar greinar koma seinna að sumrinu en hjá evrópuaski.
Lýsing
Lauf gagnstæð, fjaðurskipt, 30-35 sm, smálauf allt að 9 talsins, 15 × 9 sm, með legg, aflöng-lensulaga, breið, ydd, heilrend eða sagtennt, dökkgræn og hárlaus ofan, ögn dúnhærð á neðra borði með nöbbóttar netæðastrengi, aðalleggur laufblaðsins gulgrænn, hárlaus, sívalur, greyptur ofan. Laufið fallegt, verður gult með purpuralitum blæ að haustinu. Blómkrónan engin. Blómin eru einkynja (hvert blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en aðeins annað kynið er á hverri plöntu svo að rækta verður bæði karl- og kvenplöntur ef fræ á að þroskast). Vindfrævun. Plantan frjóvgar ekki sjálfa sig. Aldin aflöng, 3-5 sm.
Uppruni
A N-Ameríka - Nova Scotia til Florída, vestur til Nebraska og Texas.
Mjög tilkomumikið tré, notað stakstætt á grasflatir, meðfram götum til að varpa skugga, baka til í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta sem hefur reynst vel (k 0-0,5 á síðari árum).
Yrki og undirteg.
Fraxinus americana v. microcarpa A. Gray, er með mun minni aldin (er ekki í Lystigarðinum). Yrki eru fjölmörg meðal aannara:'Acuminata', 'Ascidiata', 'Autumn Blaze', 'Rosehill', 'Pendula' og fleiri (ekkert þeirra er í Lystigarðinum).