Filipendula rubra

Ættkvísl
Filipendula
Nafn
rubra
Yrki form
'Venusta'
Íslenskt nafn
Roðamjaðjurt
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkbleikur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
- 200 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 200 sm há.
Lýsing
Axlablöðin nýrlaga, smálauf græn, dúnhærð aðeins á æðastrengjum á neðra borði, hárlaus að öðru leyti, endableðill allt að 20 sm í þvermál, 3-flipóttir, flipar lensulaga-aflangir, skertir, neðri smáblöð 3-5 flipótt. Blómin djúpbleik í stórum nokkuð þéttum hálfveipum
Uppruni
Yrki.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum, sem undirgróður, við tjarnir og læki.
Reynsla
Hefur lifað lengi í Lystigarðinum.